10.11.1947
Neðri deild: 15. fundur, 67. löggjafarþing.
Sjá dálk 20 í B-deild Alþingistíðinda. (25)

4. mál, útgáfa krónuseðla

Skúli Guðmundsson:

Herra forseti. — Fjhn. hefur haft þetta frv. til athugunar og skilað um það nál. á þskj. 84. Frsm. n. í þessu máli var kosinn hv. 3. þm. Reykv., en hann er nú fjarstaddur, hefur fjarvistarleyfi, og hefur beðið mig að gera grein fyrir till. n.

Frv. er um það, að í stað þess að heimilt er samkv. 1. frá 1941 að gefa út krónuseðla að upphæð samtals 500 þús. kr., megi upphæðin vera í millj. kr., og voru sett um þetta brbl. 8. júlí s.l. Brbl. munu hafa verið sett vegna þess, að hæstv. fjmrh. taldi, að vegna vöntunar á skiptimynt yrði ekki hjá því komizt að auka þessa krónuseðla í umferð. Hins vegar er gert ráð fyrir því, að þessir krónuseðlar verði innleystir, þegar málmskiptimynt er nægjanleg. Og samkvæmt því, sem segir hér á þskj. 4 í grg. ríkisstj., sem fylgt hefur brbl., á ráðuneytið í pöntun einnar og tveggja króna peninga, sem gert er ráð fyrir, að komi til landsins í haust eða innan skamms.

Ég sé ekki, að þörf sé að skýra þetta mál nánar. en n. leggur til, að frv. þetta verði samþ. óbreytt.