26.01.1948
Neðri deild: 46. fundur, 67. löggjafarþing.
Sjá dálk 463 í C-deild Alþingistíðinda. (2618)

128. mál, ullarverksmiðja í Hafnarfirði

Finnur Jónsson:

Herra forseti. Það var leiðinlegt fyrir hv. 11. landsk. þm. að taka ekki ráðleggingum mínum áðan, því að það er ekki svo oft, sem ég ræð honum heilt. En út af því. að ekki sé tímabært að gera ullariðnaðinn að opinberum rekstri. þá mun það hafa verið hv. 2. þm. Reykv. ásamt öðrum nýbyggingarráðsmönnum. sem stóð fyrir því að koma í veg fyrir að gera ullariðnaðinn að ríkisrekstri með því að gefa S. Í. S. leyfi til að stórauka sína ullarverksmiðju. En S. Í. S. fer með sölu á um 80% af allri ull landsmanna og þegar S. Í. S. hefur fengið leyfi til að vinna úr allri þessari ull, þá er það ekkert annað en að gera gabb að Alþ. að leggja til, að ríkið reisi verksmiðju til að vinna úr ull, sem ekki er fyrir hendi. Vona ég svo, að hv. 11. landsk. þm. taki við mínum ráðleggingum, þótt síðar verði.