22.01.1948
Neðri deild: 43. fundur, 67. löggjafarþing.
Sjá dálk 316 í B-deild Alþingistíðinda. (339)

51. mál, tekjuskattsviðauki 1948

Einar Olgeirsson:

Það er alveg rétt hjá hæstv. fjmrh., að ætlazt mun hafa verið til þess, að þetta mál yrði afgreitt fyrir nýár. Þar hefur skeð yfirsjón. Fjhn. Ed. hefur ekki afgreitt málið, og ríkisstj. hefur ekki rekið á eftir því, og ég sé ekki, að hægt sé að bæta úr þeirri yfirsjón með því að breyta l. nú í Nd. Það er ekki hægt að afgreiða þetta frv. öðruvísi en að breyta 3. gr. Fjhn. Ed. hefur líka gert sig seka um þá yfirsjón að breyta ekki þessu, sem hún þurfti að breyta, þegar hún rekur sig á, að ekki er hægt að afgreiða málið í tæka tíð, og ég sé því ekki, þó að hv. Ed. hafi afgreitt málið á þennan vitlausa hátt, að þá þurfi hv. Nd. að gera það líka. Ég held, að það þurfi að standa í 1., að l. skuli öðlast gildi nú þegar, þar eð ekki er hægt að láta þau gera það frá degi, sem er liðinn: Það er þess vegna óhugsandi að láta þetta standa svona, en nauðsynlegt að gera þarna breyt., og verður þá Ed. að sætta sig við það, þó að hún verði kölluð saman aftur.