22.01.1948
Neðri deild: 44. fundur, 67. löggjafarþing.
Sjá dálk 317 í B-deild Alþingistíðinda. (348)

51. mál, tekjuskattsviðauki 1948

Einar Olgeirsson:

Herra forseti. Ég vil leyfa mér að spyrja hæstv. forseta, hvort hann viti, að fundur verður haldinn í hv. Ed. í kvöld um frv. til l. um tekjuaukaskatt, og ef svo væri, að þar yrði ekki haldinn fundur um málið fyrr en á morgun, vildi ég mælast til þess, að 3. umr. um það hér í hv. d. yrði frestað til morguns, því að þá gæfist tækifæri til þess að koma fram með brtt. við frv. Ef fundur yrði hins vegar haldinn í hv. Ed. í kvöld um málið, gæti slíkt auðvitað ekki komið til greina, nema hæstv. forseti vildi halda hér fund síðar í dag.