11.02.1948
Efri deild: 59. fundur, 67. löggjafarþing.
Sjá dálk 323 í B-deild Alþingistíðinda. (384)

146. mál, samkomudagur reglulegs Alþingis 1948

Páll Zóphóníasson:

Herra forseti. Ég á hér ásamt hv. 4. landsk. eina brtt. á þskj. 329, en fyrst langar mig til að leiðrétta tvennt.

Það er rangt hjá hv. síðasta ræðumanni, að n. hafi breytt frv. í Nd. Það er fjarri því. N. þar lagði til, að frv. yrði samþ. óhreytt. En það voru nokkrir hv. þm. í Nd., sem komu með þessa brtt., og meiri hl. n. féllst á hana.

Í öðru lagi vil ég leiðrétta það, sem hæstv. dómsmrh. sagði í gær, þar sem hann talaði um, að nokkrir bændur hefðu borið þessa brtt. fram í hv. Nd. Ég hélt, að hvorki hv. þm. Ísaf. (FJ) né hv. 7. þm. Reykv. (SK) væru kallaðir bændur. Svo að það er ekki fyrst og fremst vegna áhuga bændastéttarinnar, að þessi breyt. var gerð á frv.

Þegar ég legg til ásamt meðnm. mínum að hafa 1. okt. í stað 10. okt., þá byggist það í fyrsta lagi á því, að það er hugsanlegt, ef ríkisstj. er dálítið samstæð og eyðir ekki öllu sumrinu í frí og veizluhöld, að það sé hægt að undirbúa fjárl. þannig, að ef þing kemur saman 1. okt., verði þau afgr. fyrir áramót, en slíkt er alveg óhugsandi, ef þing kemur ekki saman fyrr en 10. okt. Helzt hefði ég kosið að færa samkomudag Alþ. til miðs sept., því að þá eru meiri líkur fyrir því, ef sæmilega er unnið, að hægt sé að afgreiða fjárl. fyrir áramót.

Ég vænti þess, þó að þetta frv. verði samþ. eins og það liggur fyrir nú og ekki verði tekið tillit til brtt. okkar í minni hl. n., að hæstv. ríkisstj. athugi, hversu mikil skömm er að því í rann og veru að vera á hverju einasta ári með aðalþing ársins, sem átti að halda næst á undan, langt fram á það ár, sem fjárl. eru samin fyrir. Það er varla hægt að segja annað en að það sé skömm að því að vera nú á árinu 1948 að halda þing ársins 1947, og það er næstum óverjandi að vera alltaf stóran hluta af árinu án nokkurra fjárl. annarra en heimilda, sem búnar eru til, þegar allt er komið í eindaga.

Ég vildi biðja hæstv. ríkisstj. í sambandi við þetta frv. að athuga mjög gaumgæfilega, hvort ekki bæri á næsta ári að færa reikningsár ríkisins frá almanaksárinu yfir á það að hafa reikningslokin annaðhvort um mánaðamótin maí og júní eða júní og júlí. Og svo á þingið að starfa þann tíma, sem því er ætlað eftir stjórnarskránni, að byrja 15. febr., sem þá yrði síðast f: reikningsárinu. Þetta er hægt að gera með því að semja einu sinni fjárl. fyrir hálft ár, t.d. frá 1. jan. 1949 og til þess tíma, sem maður vildi láta reikningslokin vera, hvort sem væri um mánaðamótin maí og júní eða júní og júlí, það finnst mér ekki skipta máli.

Þá mætti og semja fjárl. fyrir eitt og hálft ár í einu, og með þessum aðferðum mætti breyta þessu fyrirkomulagi, eins og ég hef lýst. Og ég er viss um, að það mundi í alla staði reynast heppilegra, og með því fyrirkomulagi væri ekki hætta á því, að vetrarkosningar þyrftu að koma fyrir, ef þing yrði rofið, og það tel ég ekki litið atriði, eins og staðháttum lands okkar er háttað.

Hvað sem verður um brtt. okkar hv. 4. landsk., þá bið ég hæstv. ríkisstj. að athuga þetta tvennt: Í fyrsta lagi, að nota ekki þessa heimild, ef frv. verður samþ., heldur komi þing saman þannig, að það verði búið fyrir áramót að ganga frá fjárl., og reyna um leið að koma því til vegar að færa reikningsár ríkisins yfir á hentugri tíma, svo að þing geti verið haldið á venjulegum tíma vetrar, eir.s og l. gera ráð fyrir, og þó síðast á reikningsárinu.