15.11.1948
Neðri deild: 17. fundur, 68. löggjafarþing.
Sjá dálk 1298 í B-deild Alþingistíðinda. (1627)

5. mál, niðursoðin mjólk

Frsm. (Jón Pálmason):

Herra forseti. Eins og fram er tekið í nál. landbn. á þskj. 104, hefur n. orðið sammála um að mæla með því, að þetta frv. verði samþ. með nokkrum breyt. Ein aðalbreyt. er sú, að ef í ljós kemur einhverra hluta vegna vöntun á niðursoðinni eða þurrkaðri mjólk, geti atvmrh. um stundarsakir veitt undanþágu frá því banni, sem ákveðið er í 1. gr. frv., ef framleiðsluráð landbúnaðarins mælir með því. N. sendi frv. þetta til umsagnar framleiðsluráði landbúnaðarins, Félagi íslenzkra iðnrekenda og viðskiptanefnd, og mæltu allir þessir aðilar með því, að frv. yrði samþ., en óskuðu þó eftir, að þessi undanþáguheimild væri sett inn í l., sem gæti komið til með að verða nauðsynleg, einkum ef fyrir kæmu vélabilanir hjá þeim verksmiðjum, sem framleiða þessa mjólk. — Sé ég ekki ástæðu til að fjölyrða um það atriði, en skal taka fram, að mér hefur verið bent á það af skrifstofustjóranum, að heppilegra mundi vera að orða 2. lið á aðra leið, og flytur n. í samræmi við það brtt. við till. sína varðandi fyrirsögnina, svolátandi:

„Aftan við frv. bætist ný grein, svolátandi: Þá er lög þessi hafa hlotið staðfestingu, skal fella meginmál þeirra inn í lög nr. 91 1933 og gefa þau út svo breytt með fyrirsögninni: Lög um innflutningsbann á niðursoðinni mjólk og þurrmjólk.“

Ég leyfi mér að afhenda forseta þessa skriflegu brtt. og vænti þess, að frv. með þessum breyt. fái greiða leið gegnum deildina.