07.12.1948
Efri deild: 26. fundur, 68. löggjafarþing.
Sjá dálk 62 í B-deild Alþingistíðinda. (177)

93. mál, tollskrá o.fl.

Fjmrh. (Jóhann Jósefsson):

Herra forseti. Með l. nr. 28 1947 var ákveðin til ársloka 1947 hækkun á vörumagnstolli og verðtolli. Ákvæði lagana voru framlengd fyrir árið 1948 með VI. kafla laga nr. 128 1947, um dýrtíðarráðstafanir. Í frv. þessu eru framlengd til ársloka 1949 ákvæði fyrrgreindra laga, óbreytt að efni til, en nokkuð breytt að orðalagi. Tekjuþörf ríkissjóðs er sízt minni nú, en undanfarin 2 ár, og er því ekki talið fært annað en leggja til, að tollahækkunin verði látin gilda fyrir árið 1949. Í frv. þessu eru þessi ákvæði framlengd til ársloka 1949 óbreytt að efni, en nokkuð breytt að orðalagi, til samræmingar við tollskrána. Ég lýsti þessum ástæðum nokkuð, þegar ég talaði í sambandi við síðasta mál. Ég vil mælast til, að því verði vísað til fjhn.