10.02.1949
Neðri deild: 61. fundur, 68. löggjafarþing.
Sjá dálk 1435 í B-deild Alþingistíðinda. (1890)

124. mál, samkomudagur reglulegs Alþingis 1949

Jörundur Brynjólfsson:

Herra forseti. Ég mælti nokkur orð með þessari brtt. við 1. umr. og þarf ekki að endurtaka þau. En eins og þm. vita, er till. borin fram vegna þess, að það er allmiklu þægilegra, einkum fyrir þm. utan af landi og þá sérstaklega bændur, að koma til þings 11. okt. en 1. okt., eins og gert er ráð fyrir í frv. Hins vegar held ég, að þessir dagar milli 1. okt. og 11. okt. ráði engu um það, hvort fjárl. verði afgr. fyrir áramót. Það fer eftir því, hvernig undirbúningur fjárl. gengur og hvernig málin liggja fyrir þinginu. Eins og hv. þm. Ísaf. sagði, þá eru fjárl. nú ekki samþ. fyrr en 2–3 mánuðir eru liðnir af árinu, og má af því ráða, hvort 10 dagar ráða nokkru um, hvort fjárl. eru afgr. fyrir áramót eða ekki. En þó að þessir dagar séu ekki margir, þá er það sá tími, sem margt er að snúast, einkum þó úti á landsbyggðinni, og því mikil þægindi fyrir marga þm. að þurfa ekki að koma til Alþingis fyrr en 11. okt. — Ég vona því, að hv. þm. geti fallizt á þessa till.