11.03.1949
Neðri deild: 79. fundur, 68. löggjafarþing.
Sjá dálk 1559 í B-deild Alþingistíðinda. (2264)

54. mál, sjúkrahús o.fl.

Jón Sigurðsson:

Herra forseti. Ég á hér brtt. ásamt hv. 1. þm. Skagf. Brtt. okkar er smávægileg. Í henni er reynt að koma á miðlun milli tveggja sjónarmiða í þessu máli. Það er reynt að taka tillit til þess rökstuðnings n., að ekki sé óeðlilegt, að þeir beri meiri kostnað, sem hafa sjúkrahús hjá sér. Þetta sjónarmið olli því, að n. gekk ekki inn á brtt: hv. 2. þm. S-M. Með brtt. okkar þingmanna Skagf. er lagt til, að bæjarfélög búi við þau kjör, sem n. varð ásátt um, en tekið sé tillit til þeirra, sem fjær búa sjúkrahúsinu. M.ö.o., að þar sem saman fer kaupstaður og önnur sveitarfélög og þessir aðilar verða að standa undir byggingu sjúkrahúss; þá sé þeim, er fjær búa og erfiðara eiga með að nota sjúkrahúsið, gert léttara með að standa undir kostnaðinum með því, að ríkið greiði tvo þriðju af þeirra hlut í kostnaðinum. Ég vænti þess, að hv. n. gangi til móts við okkur flm. um þessa hóflegu till.