03.05.1949
Efri deild: 93. fundur, 68. löggjafarþing.
Sjá dálk 1622 í B-deild Alþingistíðinda. (2390)

204. mál, einkasala á tóbaki

Lárus Jóhannesson:

Herra forseti. Ég vil óska fjmrh. til hamingju með þennan nýja stuðningsmann, sem vil] sleppa við hann þessum málum án nokkurs aðhalds af þinginu. Hins vegar álít ég, að þessar einkasölur séu svo hættulegar, að nauðsyn sé að rammskorða þær og samþykkis Alþingis verði að leita í hvert skipti, sem hækka á verð.

Mér þótti næsta skoplegt, þegar ráðh. var að tala um hóflega álagningu, 35%, en venjulegar verzlanir fá í hæsta lagi að leggja á 20%. (Fjmrh.: Ég sagði, að um hæfilega viðbótarálagningu væri að ræða.) Það þykir ekki allt mikið, þegar ríkið á hlut að máli. Annars eru þetta tölur, sem ekki ættu að sjást. Það er skömminni skárra að hækka tolla. Hins vegar hélt ég, að það væri stefna ríkisstj. að skera niður dýrtíðina, þó að ég skilji vel, að afla verði tekna, á meðan fylgt er sömu stefnu. En að fara að gefa stj. frjálsar hendur með hækkanir sem þessa finnst mér ekki vænlegt til bóta.