04.05.1949
Neðri deild: 98. fundur, 68. löggjafarþing.
Sjá dálk 1634 í B-deild Alþingistíðinda. (2431)

204. mál, einkasala á tóbaki

Sigfús Sigurhjartarson:

Herra forseti. Ég hef lagt til, að þetta frv. fari til hv. fjhn., og ég er mjög ósammála hæstv. ráðh. um það, að hér vanti engar upplýsingar. Ég sé t.d. ekki af þessu frv., hve mikið er meiningin að hækka tóbaksvörurnar nú, þegar þetta er orðið að lögum. Og ég sé heldur enga áætlun um það, hve miklar tekjur þetta eigi að gefa í ríkissjóðinn. Þetta eru atriði, sem nefnd mundi væntanlega spyrja um og fá upplýst. Fyrir utan þetta er sjálfsagt að fylgja bæði þingsköpum og venju með því að láta málið fara til n., svo að það fái þinglega meðferð. Ég held því fast við till. mína um, að málið fari til n.