23.04.1949
Neðri deild: 91. fundur, 68. löggjafarþing.
Sjá dálk 1673 í B-deild Alþingistíðinda. (2541)

188. mál, lögsagnarumdæmi Neskaupstaðar

Flm. (Lúðvík Jósefsson):

Herra forseti. Ég get verið fáorður um þetta mál, sem er flutt eftir ósk bæjarstjórans í Neskaupstað af okkur þm. S–M. Hér er um að ræða það að gera óljós atriði ljós og skera úr ágreiningi milli Neskaupstaðar og Norðfjarðarhrepps. Orðalagið í l. frá 1943 þótti ekki nægilega skýrt, en nú óska báðir aðilar eftir því, að úrskurður verði gerður, svo að þetta þurfi ekki að vera neitt deiluefni. Í grg. er einnig á það minnzt, að Ingvar heitinn Pálmason áleit það nauðsynlegt að flytja um þetta breyt. á l. Að öðru leyti skýrir grg. þetta alveg, og er því óþarfi að vera að fara um þetta fleiri orðum, en ég vænti þess, að hv. þm. vísi frv. til 2. umr. og allshn.