05.04.1949
Neðri deild: 86. fundur, 68. löggjafarþing.
Sjá dálk 1676 í B-deild Alþingistíðinda. (2563)

100. mál, jeppabifreiðar

Skúli Guðmundsson:

Það er aðeins eitt eða tvö atriði varðandi þetta frv., sem ég vildi rétt víkja að. Samkv. 5. gr. er lagt til, að stjórnir hreppabúnaðarfélaganna taki á móti umsóknum bænda um jeppabifreiðar, og síðan eiga stjórnir búnaðarfélaganna að gera till. um það til úthlutunarn., hverjir umsækjendur úr hverjum hreppi eigi að fá bifreið. Út af þessu vil ég beina því til hv. n. og hv. frsm. hennar, hvort stjórnum búnaðarfélaganna sé ætlað að sjá um úthlutun bílanna í samráði við Búnaðarfélag Íslands og Stéttarsamband bænda. Í þessu sambandi vil ég skjóta því að n., hvort ekki mætti láta stjórnir hreppabúnaðarfélaganna sjá um úthlutunina, hverja á sínu félagssvæði. Með þessu fyrirkomulagi yrði bílunum skipt á milli hreppabúnaðarfélaganna, en stjórnir þeirra úthlutuðu þeim svo til umsækjenda. Mér finnst orðið fullmikið um nefndavaldið hér í Rvík, en með þessu yrði þó eitthvað úr því dregið, en ég efa það ekki, að með þessu móti og þeim hætti, sem verið hefur á undanförnum árum í svipuðum málum, þá verði nú rétt ein nefndin skipuð, sem hefði aðsetur hér í Rvík. Svo er með flestar n.

Mér þætti gott, ef hv. n. vildi athuga þetta fyrir 3. umr. málsins.