11.10.1948
Sameinað þing: 0. fundur, 68. löggjafarþing.
Sjá dálk 11 í B-deild Alþingistíðinda. (2861)

Drengskaparheit unnið

Aldursforseti (BK):

Þá lýsi ég yfir því, að Björn Ólafsson tekur sæti á Alþingi, og verður lagt fyrir hann að undirrita drengskaparyfirlýsingu, eins og venja er til um nýkjörna þingmenn.

Hinn nýi þingmaður, Björn Ólafsson, undirritaði drengskaparheit um að halda stjórnarskrá landsins.

Aldursforseti (BK): Ríkisstj. hefur óskað þess, að ekki yrði meira aðhafzt á þessum fundi, en kosningu forseta og skrifara verði frestað til klukkan 2 á morgun. Þá vænti ég, að þm. mæti hér stundvíslega.

Þriðjudaginn 12. október, kl. 2 miðdegis, var fundinum fram haldið. Pétur Ottesen, þm. Borgf., og Finnur Jónsson, þm. Ísaf., voru nú til þings komnir.

Aldursforseti kvaddi sér til aðstoðar sömu skrifara og í fundarbyrjun, þá Sigurð Kristjánsson, 5. þm. Reykv., og Skúla Guðmundsson, þm. V-Húnv.