16.05.1949
Neðri deild: 110. fundur, 68. löggjafarþing.
Sjá dálk 1828 í B-deild Alþingistíðinda. (3010)

196. mál, tekjuskattur og eignarskattur

Frsm. minni hl. (Ásgeir Ásgeirs,son):

Herra forseti. Minni hl. fjhn. leggur til, að frv. verði samþ. Einn nm. er á móti frv., en tveir tóku enga afstöðu á fundinum. Frv. fjallar um innheimtuaðferð á tekju- og eignarskatti, og er farið fram á, að innheimtuaðferðin verði eins og tíðkast hjá sumum bæjarfélögum, t.d. Reykjavík, og er gert ráð fyrir, að gjöldin megi innheimta á mörgum gjalddögum, og er gjaldendum þannig gert hægara fyrir. Um þetta er ekki mikið að segja frekar; en er til þæginda bæði fyrir ríkið og gjaldendur.