19.12.1948
Efri deild: 44. fundur, 68. löggjafarþing.
Sjá dálk 242 í B-deild Alþingistíðinda. (368)

107. mál, dýrtíðarráðstafanir vegna atvinnuveganna

Gísli Jónsson:

Ég er mótfallinn þeirri stefnu, sem hér er mörkuð, að greiða útvegsmönnum fé úr ríkissjóði til framleiðslunnar í verðuppbætur, og tel, að hún leiði, ef svo verður áfram haldið, allt athafnalíf þjóðarinnar í hreinar ógöngur og því beri nú þegar að gera nauðsynlegar ráðstafanir til þess að snúa af þeirri braut. Mér er hins vegar ljóst, að þetta verður ekki hægt, nema starfræksla framleiðslutækjanna verði tryggð. Og með því að mér er ljóst, að hagur sjávarútvegsins, sem er annar aðalatvinnuvegur þjóðarinnar, er nú þannig á vegi staddur, að hann hefur enga möguleika til að starfa án fjárhagslegrar aðstoðar, og frv. þetta felur í sér margvíslega hjálp útveginum til handa, þó að það tryggi ekki rekstur hans í framtíðinni, og í trausti þess, að ríkisstj. notfæri ákvæði 2., 3., 4. og 5. gr. frv., þannig að rekstur bátanna og hraðfrystihúsanna sé tryggður, segi ég já.