29.11.1948
Efri deild: 22. fundur, 68. löggjafarþing.
Sjá dálk 263 í B-deild Alþingistíðinda. (399)

2. mál, síldarbræðsluskip

Fjmrh. (Jóhann Jósefsson):

Ég get með leyfi hæstv. forseta vakið athygli hv. deildar á þessu máli með örfáum orðum. — Það er vitaskuld samkvæmt gildandi löggjöf, að farin var sérstök leið til, að koma þessari verksmiðju til landsins, og var það gert með því, að hæstv. viðskmrh. gaf út bráðabirgðalög þau, sem hér eru nú lögð fyrir þingið. Það er með öllu óþarfi að fjölyrða meira um þetta, svo kunnugt sem það er. Verksmiðjan er svo að segja að verða tilbúin, og vona nú allir, að hún fái nóg að gera, bæði hér syðra og aftur fyrir norðan, er þar að kemur.