13.05.1949
Neðri deild: 108. fundur, 68. löggjafarþing.
Sjá dálk 681 í D-deild Alþingistíðinda. (4963)

194. mál, óeirðirnar 30. marz 1949

Sigfús Sigurhjartarson:

Herra forseti. Flm. þessa máls, hv. þm. Siglf. (ÁkJ), getur af mjög gildum ástæðum ekki setið fund í dag, en hins vegar hringdi hann til mín nýlega og bað mig að flytja þau tilmæli hér fyrir sína hönd, að þetta mál mætti verða afgr. til n., þó að hann mætti ekki til að mæla með málinu, enda telur hann, að grg. till. segi það, sem hann óskar að taka fram á þessu stigi. Ég mun því ekki eyða lengri tíma í það að svo stöddu að ræða málið, en óska eftir því, að það mætti nú ganga til n., og mér skilst, að það hljóti að vera allshn., sem þar kemur fyrst til greina.