19.11.1948
Sameinað þing: 19. fundur, 68. löggjafarþing.
Sjá dálk 773 í D-deild Alþingistíðinda. (5089)

910. mál, njósnir fyrir flugvöllum ríkisins

Fyrirspyrjandi (Jónas Jónsson):

Það hefur vakið nokkurn ótta, að óþekktar flugvélar hafa sézt yfir flugvöllum landsins. Það er varla hægt að hugsa sér annað, en að hér sé um undirbúning undir stríð að ræða, og þess vegna er það eðlilegt, að þegnarnir vilji fá að vita um, hve mikil brögð eru að þessum ferðum, og í öðru lagi, hvað gert verður til þess að hindra, að þessi njósnarstarfsemi haldi áfram hér á landi. Það er varla von, að ríkisstj. geti lagt til stórar ráðagerðir um þetta, en það hlýtur samt sem áður að vera mönnum áhyggjuefni, ef við eigum að vera varnarlausir um alla framtíð og ef það á að standa opið þjóðum að reka þessar njósnir, sem kunna að vilja leggja landið í eyði í sambandi við þetta.