09.03.1949
Sameinað þing: 47. fundur, 68. löggjafarþing.
Sjá dálk 887 í D-deild Alþingistíðinda. (5350)

933. mál, ljóskastarar í skipum

Fyrirspyrjandi (Hermann Guðmundsson):

Ég þakka hæstv. ráðh. fyrir hans skýrslu um mál þetta. Ég vil aðeins lýsa yfir til viðbótar við það, sem ég hef áður sagt, að ég tel, að sá dráttur, sem hefur á þessu orðið, sé slæmur, en hæstv. ráðh. hefur lýst yfir, hver ástæðan sé, og það er ekki hans seinagangur, heldur annarra, sem veldur, en málið er þannig vaxið, að það er mikið nauðsynjamál fyrir öryggi sjómanna, að þetta komist sem fyrst í framkvæmd, og skiptir mestu máli, að svo verði innan tíðar, enda var tilgangurinn jafnhliða því að vita, hvernig málið stæði, að reka eftir því, að þetta mál komist sem fyrst í framkvæmd, og það tel ég, að ég hafi gert.