07.05.1949
Neðri deild: 103. fundur, 68. löggjafarþing.
Sjá dálk 569 í B-deild Alþingistíðinda. (932)

158. mál, ríkisreikningar 1945

Frsm. (Einar Olgeirsson):

Herra forseti. Fjhn. hefur haft þetta frv. til athugunar. Það er leitt að það skuli ekki ganga hraðar með endurskoðun á reikningnum, en raun ber vitni, en ég ætla ekki að fara að gera það að neinu umtalsefni hér. Hins vegar leggur n. það til í áliti sínu, að það verði samþykkt eins og það liggur nú fyrir. Ég ætla svo ekki að gera fleiri athugasemdir hér að sinni.