16.05.1950
Neðri deild: 105. fundur, 69. löggjafarþing.
Sjá dálk 1071 í B-deild Alþingistíðinda. (1434)

165. mál, skemmtanaskattur og þjóðleikhús o.fl.

Viðskmrh. (Björn Ólafsson):

Hv. 2. þm. Rang. tók hér upp hvað eftir annað, að hér væri aðeins um 250 þús. kr. að ræða. Ég verð nú að segja, að ég veit ekki, hvaðan hann fær þá upphæð, því að samtals er hér farið fram á 1/2 millj. árlega, en ekki 250 þúsund. Og ég skil raunar ekkert í jafngreindum manni og hv. 2. þm. Rang., að hann skuli vera að reyna að berja aðra eins firru inn í höfuð manna. Það er verið að biðja um 500 þús. á ári til þess að ljúka skuldinni, þar til hún er greidd. Þetta er svo ljóst, að ég þarf ekki að fara um það fleiri orðum.