31.01.1950
Efri deild: 45. fundur, 69. löggjafarþing.
Sjá dálk 304 í C-deild Alþingistíðinda. (3159)

45. mál, fiskimálasjóður

Dómsmrh. (Bjarni Benediktsson):

Herra forseti. Það kemur á daginn hér, eins og oft endranær, að erfitt er að fá menn til atkvgr. Og á þessum löngu þingum eru þm. oft fjarstaddir, þegar þingfundir eru haldnir. En í þetta blandast líka hitt, að menn vita, vegna hefðar, sem á er komin, að atkvgr. er mjög oft frestað, ef fáir hv. þdm. eru viðstaddir. Spurningin er sú, hvort ekki væri líklegra til þess að halda góðum starfshætti á þinginu, að samkomulag væri á milli þm. og forseta um að fresta aldrei atkvgr., heldur að þær fari fram strax og umr. er lokið um málið, eins og tíðkað var lengi vel. Annaðhvort finnst mér, að atkvgr. ætti að vera frestað, þegar menn óska eftir því, eða þá, að það verði látin vera almenn regla að fresta aldrei atkvgr., þegar annars hægt er að koma henni á.

Ég vil skjóta þessu hér að, kannske ekki sem fullhugsuðu atriði, en til athugunar.