20.03.1950
Efri deild: 79. fundur, 69. löggjafarþing.
Sjá dálk 491 í C-deild Alþingistíðinda. (3357)

87. mál, endurgreiðsla tolla af tilbúnum timburhúsum

Forseti (BSt):

Hv. þm. Barð. fer fram á, að umr. um þetta mál sé frestað, til þess að honum gefist kostur að bera fram brtt. Í því sambandi skal ég benda á, að þetta er í þriðja sinn, sem málið er tekið til 2. umr., og sé ég því ekki annað en að gefizt hafi nógur tími til að bera fram brtt. við frv., auk þess er hægt að gera brtt. við 3. umr. Ég mun því halda áfram umr. um þetta mál enn um stund, en tek svo til athugunar, hvort ekki verður gefinn kostur á að fresta atkvgr. og ræða málíð enn, þegar þar að kemur.