19.12.1949
Sameinað þing: 11. fundur, 69. löggjafarþing.
Sjá dálk 115 í D-deild Alþingistíðinda. (3580)

2. mál, heimilistæki

Skúli Guðmundsson:

Ef sú verður niðurstaðan, að umr. verði frestað að till. hæstv. dómsmrh., eins og skynsamlegt mun vera, er ástæðulaust að lengja umræðurnar. En varðandi brtt. á þskj. 104 vil ég spyrja hv. fyrri fim.. hv. 6. landsk., og fá þeirri spurningu fremur svarað nú, áður en umr. verður frestað, en síðar, hvort sú sé ætlun háttvirtra flm., ef Innkaupastofnun ríkisins verður falinn þessi innflutningur heimilisvéla, að hún eigi að selja þær beint til notenda í smásölu, en ekki til verzlana. Mér skilst, eigi hún að selja þær til verzlana, að þá hljóti þær einnig að fá álagningarheimild.