19.04.1950
Sameinað þing: 39. fundur, 69. löggjafarþing.
Sjá dálk 188 í D-deild Alþingistíðinda. (3679)

130. mál, kristfjárjarðir o.fl.

Frsm. (Skúli Guðmundsson):

Herra forseti.

Allshn. hefur athugað þessa till. og sent hana félagsmálaráðuneytinu til umsagnar. Svar hefur borizt, og mælir ráðuneytið með, að till. verði samþ. Hins vegar er ráðuneytið í vafa um, að þessari athugun geti orðið lokið fyrir þann tíma, sem till. gerir ráð fyrir, og enda þótt n. telji, að þetta ætti ekki að taka svo langan tíma, hefur orðið samkomulag um að breyta till. þannig, að í staðinn fyrir, að skýrsla um niðurstöðu athugunarinnar verði lögð fyrir næsta Alþingi, komi, að skýrslan verði lögð fyrir Alþingi svo fljótt sem verða má. Er þess vænzt, að það verði ekki síðar en 1951. Ég sé svo ekki ástæðu til að hafa um þetta fleiri orð fyrir n. hönd.