03.05.1950
Sameinað þing: 43. fundur, 69. löggjafarþing.
Sjá dálk 417 í D-deild Alþingistíðinda. (4072)

904. mál, endurheimt handrita og forngripa

Fyrirspyrjandi (Pétur Ottesen):

Það er gott að heyra um það, að nokkur hreyfing sé uppi hjá Dönum um það, hversu snúizt verði við kröfum Íslendinga um, hversu skuli með handritin farið. Maður veit náttúrlega ekkert um það, hver afstaða n. þeirrar, sem hefur mál þetta til athugunar þar, verður eða hvað hún leggur til í þessum efnum. Sérstaklega vildi ég, ef till. n. verða andstæðar Íslendingum, brýna það fyrir hæstv. utanrrh. og hinni íslenzku ríkisstj., að hún héldi áfram kröfum okkar til þessara verðmæta, sem við eigum þarna að guðs og manna lögum.