11.03.1950
Neðri deild: 64. fundur, 69. löggjafarþing.
Sjá dálk 367 í B-deild Alþingistíðinda. (717)

125. mál, gengisskráning o.fl.

Forseti (SB):

Forseta hefur borizt svo hljóðandi bréf:

„Samkvæmt ummælum forseta deildarinnar í dag, mun hann hafa hugsað sér að taka til umræðu á fundi deildarinnar á morgun (laugardag 11. þ. m.) frumvarp til laga um gengisskráningu, launabreytingar, stóreignaskatt, framleiðslugjöld o.fl.

Með skírskotun til ákvæða 43. gr. þingskapanna óska undirritaðir alþingismenn, að málið verði ekki tekið til umræðu á fundi deildarinnar á morgun.

Virðingarfyllst,

Skúli Guðmundsson, Halldór Ásgrímsson,

Páll Þorsteinsson, Ásgeir Bjarnason,

Jón Gíslason, Jörundur Brynjólfsson.

Til forseta neðri deildar Alþingis,

Sigurðar Bjarnasonar, Reykjavík.“