18.12.1950
Efri deild: 43. fundur, 70. löggjafarþing.
Sjá dálk 443 í B-deild Alþingistíðinda. (1022)

41. mál, tekjuskattur og eignarskattur

Landbrh. (Hermann Jónasson):

Þessar umr. eru nú svo víðfeðmar og háfleygar, að ég treysti mér ekki til að taka þátt í þeim.

Það var ekki mín meining, að hv. 6. landsk. þm. hefði farið rangt með, en það var um mismunandi orðalag að ræða um þau störf, sem þessi dómari hefði framkvæmt. Ég sagði, að hann hefði ekki höfðað mál gegn nema einum manni, en hann sagði, að hann hefði hafið mál, og það er allt annað. Hann er því að tala um allt annað atriði en ég, þegar hann telur málin þrjú. Þetta orðalag er hefðbundið í lögum, og ég vil því ekki fallast á, að ég hafi farið með rangt mál. — Að öðru leyti tek ég ekki þátt í umr.