15.02.1951
Efri deild: 72. fundur, 70. löggjafarþing.
Sjá dálk 627 í B-deild Alþingistíðinda. (1481)

18. mál, meðferð opinberra mála

Forseti (BSt):

Mér hafa borizt svo hljóðandi skriflegar brtt. frá meiri hl. allshn.:

„1. Við 47. gr. Greinin orðist svo: Dómari getur, þegar öryggi ríkisins krefst þess eða um mikilsvert sakamál er að ræða, úrskurðað hlustanir í síma, sem sökunautur hefur eða ætla má hann nota.

2. Við 202. gr. Inn í greinina bætist á undan næstsíðustu málsgr.mgr., svo hljóðandi: Lög nr. 30 27. júní 1941, um fjarskipti, 19. gr. 2. mgr.

Brtt. eru skriflegar og of seint fram komnar og þarf því afbrigði.