20.11.1950
Efri deild: 22. fundur, 70. löggjafarþing.
Sjá dálk 679 í B-deild Alþingistíðinda. (1599)

95. mál, skipun prestakalla

Gísli Jónsson:

Herra forseti. Það er um meðferð málsins. Hér er á ferðinni frv., sem raskar mjög gömlum lögum og venjum og er mikið tilfinningamál fyrir viðkomandi aðila. Óska ég því, að hæstv. forseti taki málið út af dagskrá, þar til hæstv. ráðh. hefur tækifæri til að gera grein fyrir því í venjulegri framsögu.