02.03.1951
Efri deild: 81. fundur, 70. löggjafarþing.
Sjá dálk 742 í B-deild Alþingistíðinda. (1687)

193. mál, verðlag og dýrtíðarráðstafanir vegna atvinnuveganna

Forseti (BSt):

Ég skal játa, að þetta er liðið mér úr minni, enda virðist mér það hafa verið í allt öðru sambandi.

Þótt ég vitnaði í þingsköp, þá var ég ekki að kveða upp neinn úrskurð í þessu máli, heldur sagði ég aðeins, að ég sæi ekki ástæðu til að taka hið umrædda frv. fyrir, ef brtt. 1. landsk. fengi hér afgreiðslu nú í sambandi við þetta frv. (BrB: Ég sé mér ekki fært annað en taka brtt. mína aftur. — Dómsmrh.: Brtt. gæti fallið í Nd., þótt hún yrði samþ. hér.) Hin skrifl. brtt. frá hv. 1. landsk. er tekin aftur.