26.02.1951
Neðri deild: 75. fundur, 70. löggjafarþing.
Sjá dálk 812 í B-deild Alþingistíðinda. (1791)

176. mál, lántaka handa ríkissjóði

Frsm. 1. minni hl. (Ásgeir Ásgeirsson):

Herra forseti. Ég mun verða við tilmælum hæstv. ráðh. um það að taka 3. brtt. mína á þskj. 724 aftur til 3. umr. Af því leiðir að sjálfsögðu, að brtt. hv. þm. Hafnf. er líka tekin aftur til 3. umr. Ég flutti þessa brtt. vegna þess, að ég taldi rétt að gera tilraun til að dreifa togurunum og fullnægja þannig atvinnuþörfinni hjá sjómönnum og öðrum þeim, sem við sjávarútveginn vinna. En þetta kemur væntanlega nánar til umræðu við 3. umr. málsins. — Ég vil svo taka það fram í sambandi við þessa brtt., að ríkisstj. er í sjálfu sér ekki bundin við það að taka þetta lán erlendis. Ég lít svo á, að heimildina megi nota bæði innanlands og utan, og við það er mín brtt. miðuð.