21.11.1950
Sameinað þing: 16. fundur, 70. löggjafarþing.
Sjá dálk 1554 í B-deild Alþingistíðinda. (431)

Varamaður tekur þingsæti, rannsókn kjörbréfs

Bernharð Stefánsson:

Herra forseti. Út af ummælum forseta vil ég geta þess, að hlutaðeigandi þm, sem nú er horfinn af þingi, hafði alls ekki beðið mig um fjarvistarleyfi, en skal geta þess, að svo hefur verið oft, heldur hafa aðeins komið tilkynningar, að maðurinn þyrfti að fara, og ekki beðið eftir því, hvort leyfi fengist til þess. Aftur á móti, þegar t. d. hv. þm. Vestm. (JJós) fór til útlanda á dögunum, bað hann mig um leyfi til þess, en í Ed. hefur það alls ekki verið venjulegt.