27.11.1951
Neðri deild: 34. fundur, 71. löggjafarþing.
Sjá dálk 945 í B-deild Alþingistíðinda. (1460)

83. mál, Iðnaðarbanki Íslands hf

Frsm. minni hl. (Skúli Guðmundsson):

Herra forsetl. Minni hl. iðnn. flytur brtt. við frv. þetta á þskj. 246. Till. er um það, að við 3. gr. bætist ný málsgr., að efni til um það, að Sambandi íslenzkra samvinnufélaga verði heimilað að gerast hluthafi í félaginu með allt að Í 11/2 millj. kr. hlutafjárframlagi, svo að hlutaféð verði allt að 8 millj. kr., ef félagið notar heimildina. Samkv. 3. gr. frv. leggur Félag íslenzkra iðnrekenda og Landssamband iðnaðarmanna hvort um sig til 11/2 millj. kr., auk þess sem ríkissjóður skal leggja fram allt að 21/2 millj. kr. Nú er það svo, að Samband íslenzkra samvinnufélaga er stærsti iðnrekandi landsins, en er ekki í Félagi íslenzkra iðnrekenda. Okkur, sem flytjum till., þykir því eðlilegt, að því sé gefinn kostur á að gerast hluthafi, ef af bankastofnuninni verður.