11.12.1951
Efri deild: 41. fundur, 71. löggjafarþing.
Sjá dálk 962 í B-deild Alþingistíðinda. (1488)

83. mál, Iðnaðarbanki Íslands hf

Lárus Jóhannesson:

Herra forseti. Á síðasta þingi var flutt frv. um stofnun og rekstur iðnaðarbanka, og var það, eftir því sem mig minnir, skylt því máli, sem hér liggur nú fyrir. Frv. var samþ. í hv. Nd. og sent þessari hv. d. Það fór hér til iðnn. eins og þetta frv., og lagði þá meiri hl. n. til, þ.e. hv. þm. Barð., hv. 8. þm. Reykv. og hv. 1. þm. N-M., að málið yrði afgreitt með rökstuddri dagskrá, og vil ég með leyfi hæstv. forseta leyfa mér að lesa hana upp. Hún hljóðar svo:

„Með því að rétt þykir, áður en samþykkt eru lög um stofnun Iðnaðarbanka, að fá upplýst um heildarlánsþörf atvinnuveganna hvers fyrir sig og hvernig lánsfé banka og sparisjóða skiptist árlega á milli þeirra, og enn fremur, að fyrir liggi álit sérfræðinga á bankalöggjöf landsins í heild og tillögur þeirra til breytinga á lögunum, og í trausti þess, að ríkisstjórnin láti sem fyrst afla þessara upplýsinga og leggi þær fyrir næsta þing, tekur deildin fyrir næsta mál á dagskrá.“

Ég get ekki séð, hvernig fór um þessa rökstuddu dagskrá, hvort hún var samþ. eða ekki. (PZ: Hún var samþ.) Ég get ekki betur séð en að allar þær upplýsingar, sem þarna eru réttilega teknar fram að þurfi að liggja fyrir, vanti enn þá.

Ég álít, að iðnaðurinn sé allra góðra gjalda verður, og ég álít, að hv. Alþ. hafi bæði með tolla- og skattaálagningu farið verr með hann en efni stóðu til, og ég lít svo á, að málefni hans þurfi að taka til rækilegrar athugunar og hlúa að honum miklu meir en gert hefur verið, en ég held, að það verði ekki gert með frv. því, sem hér liggur fyrir, þar sem gert er ráð fyrir því að stofna banka með allt of litlu fé. Allir eru sammála um það, að bankarnir hafi yfir engu fé að ráða. Af þeim þrem bönkum, sem nú er til, eru tveir að öllu leyti eign ríksins og sá þriðji að mestu leyti. Þetta eru ríkisbankar fyrir sparifjáreign landsmanna. Hvað höfum við að gera með fjórða peningalausa hankann? Eða er ekki yfirbyggingin á þjóðfélaginu orðin nógu mikil? Ég held, að ef þetta frv. verður samþ., muni það verða iðnaðinum til tjóns, þar sem það mun vekja nýjar vonir hjá iðnaðarmönnum, sem reynast svo aðeins tálvonir.

Hv. 1. þm. N–M. gat þess, að bankarnir mundu nú eiga um 80 millj. kr. hjá iðnaðinum. Ég hef einnig heyrt minnzt á þessa upphæð. Þar að auki munn svo vera lán til hraðfrystihúsa. Það eina nýja fé, sem talað er um í sambandi við þennan nýja banka. eru þessar 3 millj., sem ríkisstj. hefur ákveðið að leggja til iðnaðarins af tekjuafgangi þessa árs. Ég er sammála hv. 1. þm. N-M. um, að .það fé, sem bankarnir hafa lánað til iðnaðarins, verði tekið úr umferð. Til þess að sanna þetta skulum við gera okkur í hugarlund, að við séum bankastjórar í 5 eða l0 mánuði. Þegar nú er settur á stofn nýr banki, þá hljótum við að búast við, að meira eða minna af því innlánsfé, sem bankinn hefur yfir að ráða, verði tekið úr honum. Ég býst ekki við, að iðnrekendur eigi mikið sparifé. Aftur á móti get ég hugsað mér, að margt af því fólki, sem að iðnaði vinnur, hafi yfir töluverðu sparifé að ráða. Það má því fastlega gera ráð fyrir því, að áróður yrði hafinn til þess að fá þetta fólk til að flytja sparifjáreign sína yfir á hinn nýja banka, og það er skynsamleg niðurstaða að gera ráð fyrir því, að þetta fólk verði við þessum tilmælum, þar sem hlutverk hins nýja banka á að vera til styrktar þeirri starfsgrein, er það vinnur að. Þá kemur að því hvaða mótráðstafanir bankastjórinn eða bankinn eiga að gera, þegar rekstrarfé hans minnkar vegna stofnunar hins nýja banka. Það, sem náttúrlega verður gert í þessu tilfelli, er það, að bankinn segir upp öllum lánum til iðnaðarins og vísar þeim til hins nýstofnaða banka.

Ég held því, að ef þetta mál nær fram að ganga, þá hafi það gagnstæð áhrif við það, sem forsvarsmenn þess ætlast til, það verði iðnaðinum til tjóns, en ekki til gagns. Hitt er svo annað mál, að æskilegt er, að aukið fjármagn verði veitt til iðnaðarins, og eins og hv. 1. þm. N-M. tók fram, þá mun vera gert ráð fyrir 3 millj. kr. framlagi af tekjuafgangi þessa árs honum til handa. Þá peninga vil ég að iðnaðurinn fái, en þeir verði settir í iðnlánasjóð. sem þegar er fyrir hendi og Útvegsbauki Íslands sér um. Ég hef því leyft mér að taka hér upp till. þá, er hv. þm. Borgf. flutti í Nd., þó að hún fengi ekki náð fyrir augum þeirrar hv. d. Með þeirri till. eru iðnaðinum tryggðar 101/2 millj. kr. Ég skal játa, að það er allt of lítið, en það mun þó koma að einhverjum notum, og með því að láta það renna í iðnlánasjóð er komizt hjá því að setja á stofn fjórða peningalausa bankann, og þá verður kostnaðurinn við lánastarfsemina sama sem enginn, en hlyti að verða mikill, ef settur yrði á stofn nýr banki með bankastjóra eða bankastjórum og bankaráði.

Ég skal svo ekki orðlengja þetta meira, en vil taka það fram, að till. mín er flutt vegna þess, að ég ann iðnaðinum alls góðs, en ég óttast, að frv. um íðnaðarbankann verði iðnaðinum frekar til skaða en gagns.