10.01.1952
Efri deild: 56. fundur, 71. löggjafarþing.
Sjá dálk 1034 í B-deild Alþingistíðinda. (1706)

87. mál, jarðræktarlög

Frsm. (Vilhjálmur Hjálmarsson):

Herra forseti. Ég hef flutt í samráði við landbn. brtt. á þskj. 490. Tildrög þess eru þau, að það kom á daginn við athugun, að byggingar þær, sem hér um ræðir og gert er ráð fyrir að veitt verði framlög til, eru að dýrleika til einna hliðstæðastar votheysgeymslum, þó e.t.v. fullt svo dýrar á rúmmetrann. Þegar þetta kom í ljós, þá þótti eðlilegt, að framlög til þessara bygginga væru höfð hliðstæð þeim, sem nú eru veitt til votheysgeymslna. Þess vegna er það, að ég legg til í brtt. minni, að þessi framlög hækki eins og þar greinir.