18.01.1952
Efri deild: 62. fundur, 71. löggjafarþing.
Sjá dálk 1141 í B-deild Alþingistíðinda. (1918)

96. mál, menntaskólar

Viðskmrh. (Björn Ólafsson):

Herra forseti. Er hv. 1. þm. Eyf. flutti ræðu sína, var ég ekki viðstaddur. Hins vegar er mér sagt, að hann hafi spurt um, hvað ég mundi gera, ef sú heimild, sem sett er fram á þskj. 618, yrði samþ., að óskiptar miðskóladeildir störfuðu við menntaskólana. Ég vil nú ekkert segja um það að svo komnu máli, hvað ég mundi gera. Ég get sagt, að ég hef ekki sannfæringu fyrir því, að ég ætti að nota þessa heimild. Ég gæti hugsað mér, að miðskóladeild starfaði eitthvað áfram á Akureyri, en ég hef ekki sannfæringu fyrir því að nota heimildina, en ef skorið er á þráðinn, mun það að sjálfsögðu valda deilum.