26.11.1951
Neðri deild: 33. fundur, 71. löggjafarþing.
Sjá dálk 62 í B-deild Alþingistíðinda. (207)

20. mál, hegningarlög

Gísli Guðmundsson:

Herra forseti. Ég vildi aðeins leyfa mér að skjóta því til hv. nefndar, hvort hún vildi ekki fyrir 3. umr. athuga orðalag frv. Ég ætla ekki að koma fram með brtt. um þetta, en mér virðist óhjákvæmilegt annað en breyta lítillega orðalaginu á 2. gr. frv., þar sem talað er um verknað, sem beint er gegn nánustu fjölskyldu forsetans. Mér virðist það fái varla staðizt að tala um „nánustu“ fjölskyldu. Á þessu vildi ég aðeins vekja athygli.