29.10.1951
Neðri deild: 19. fundur, 71. löggjafarþing.
Sjá dálk 71 í B-deild Alþingistíðinda. (248)

2. mál, gengisskráning, launabreytingar, stóreignarskattur, framleiðslugj. o. fl.

Skúli Guðmundsson:

Ég tel ekki fært að standa gegn þessu frv. í þessu tilfelli. Hins vegar vil ég taka fram, að ég tel mikla þörf á, að fundin verði upp annar mælíkvarði á kaupgjald en vísitala framfærslukostnaðar. Það þyrfti að finna upp aðra vísitölu, sem byggðist á tekjum þjóðarinnar. Með þessum fyrirvara segi ég já.