05.12.1951
Sameinað þing: 22. fundur, 71. löggjafarþing.
Sjá dálk 349 í D-deild Alþingistíðinda. (3729)

135. mál, stóreignaskattur

Fjmrh. (Eysteinn Jónsson):

Eins og hv. þm. muna, er stóreignaskatturinn aðeins lagður á einstaklinga. Talið er saman, hvað hver einstaklingur á, en áskilið, að hlutafélög og samvinnufélög greiði fyrir eigendur skatt af eignum, sem standa inni hjá félögunum.

Af skattinum, sem nemur tæpum 50 millj. kr., hafa einstaklingar greitt 21 millj. og 140 þús. kr., hlutafélög 28 millj. af eignum einstaklinga og samvinnufélög rúmlega 111 þús. af eignum meðlima sinna.