05.12.1951
Sameinað þing: 22. fundur, 71. löggjafarþing.
Sjá dálk 350 í D-deild Alþingistíðinda. (3736)

135. mál, stóreignaskattur

Fyrirspyrjandi (Jóhann Jósefsson):

Herra forseti. Ég vil þakka hæstv. ráðh. fyrir svarið. Það kemur í ljós, að einstaklingar og hlutafélög greiða 49 millj. og 140 þús. af skattinum, en samvinnufélög aðeins 111 þús. Þetta eru að vísu upplýsingar í málinu, þó að hitt sé ekki upplýst, hvaða aðilar greiddu hverja upphæð.

Ég hjó eftir því, að hæstv. ráðh. sagði að hlutafélög og samvinnufélög greiddu skattinn af þeim eignum einstaklinga, sem stæðu inni hjá félögunum. Mér hefur komið svo fyrir sjónir, að hlutafélag, sem einstaklingur á í, greiði líka af eign, sem hann telur fram, þó að hún sé ekki viðkomandi hlutafélaginu. (Fjmrh.: Það er misskilningur.) Ég skal ekki fullyrða þetta, en mér hefur virzt svo.

Ég tel, að við fsp. hafi verið gefið gott svar, og vil þakka hæstv. ráðh. fyrir.