19.12.1951
Sameinað þing: 26. fundur, 71. löggjafarþing.
Sjá dálk 567 í B-deild Alþingistíðinda. (653)

1. mál, fjárlög fyrir árið 1952

Frsm. 1. minni hl. (Ásmundur Sigurðsson):

Herra forseli. Ég ætla ekki að ræða mál þetta almennt. Ég var búinn að því við 1. og 2. umr. málsins, en ég ætla að gera nokkra grein fyrir brtt. á þskj. 515.

1. till. er um að hækka framlag til læknisbústaða og sjúkrahúsa um 1 millj. kr., eða úr 550 þús. kr. í 1550 þús. kr. 7 nm. voru sammála um, að hækkunin yrði 450 þús. kr., eða upp í 1 millj., og samþ. það við afgreiðslu málsins í n. 1 millj. er þó of lítið. Það er viðurkennt, að heilbrigðismál og sjúkrahús hafa orðið útundan hjá okkur, og tel ég því sjálfsagt, að upphæð þessi verði ekki höfð lægri en lagt er til á þskj. 515.

Þá flyt ég brtt. við 15. gr. A. XXI. 15. Það er nýr liður, sem fjallar um að veita Bandalagi íslenzkra leikfélaga 30 þús. kr. Þetta lá fyrir til afgreiðslu í n., og samþ. meiri hl. n. að hafa framlagið 20 þús. kr., en ég flyt þetta svona, því að ég tel hitt of litið. Ég vil benda á, að það virðist vera mikill áhugi úti um land á slíkri starfsemi. Þess má einnig minnast, að enginn styrkur hefur verið veittur til þessarar starfsemi úti um land.

Þá flyt ég till. um annan nýjan lið við 15. gr. A. XXXll. Þetta er nýtt atriði, sem hefur ekki fyrr verið flutt á fjárl., varðandi norrænan sumarháskóla, sem stofnaður var í fyrra, en hann á að vinna að aukinni þekkingu og samstarfi meðal vísindamanna hinna ýmsu vísindagreina, þ.e., auka þekkinguna á vísindagreinum almennt og á milli þeirra innbyrðis. Það virðist eðlilegt, að Íslendingar taki þátt í þessari starfsemi, enda gerðu þeir það í sumar í Askov. Þar voru 240 menn og þar af 10 Íslendingar. Danir sýndu Íslendingum þá vinsemd að kosta þar dvöl þeirra og kennslugjald. Hins vegar liggur í augum uppi, að það verður ekki alltaf þannig, og verður því að taka lið þennan upp á fjárl. Lagt er til í till. þessari, að 25 þús. kr. verði veittar til þessa, en svo er varatill., 15 þús. kr. — Næsta ár mun háskólinn verða haldinn í Noregi.

Næsta brtt., sem ég flyt, er um að hækka framlag til vatnsveitna, sem sett var í l. 1947. Þessi l. voru sett í þinglok 1947 vegna þess, að margar vatnsveitur höfðu ekki bolmagn til þess að standa undir framlögum sínum. Í 4. gr. þessara l. er svo að orði kveðið: „Styrkur ríkissjóðs nær til greiðslu hluta af kostnaði við stofnæðar, vatnsgeyma, dælur og jarðboranir. Styrkurinn nemi þó ekki meir en helmingi kostnaðar þessa. — Styrkurinn skal því aðeins veittur, að fyrirsjáanlegt sé, að sveitarfélag geti ekki með hæfilegum vatnsskatti staðið straum af stofn- og rekstrarkostnaði veitunnar.“ — Nú eru vatnsveitur alls staðar dýrar, svo það er ekki vist, að öll sveitarfélög hafi möguleika til þess að standa straum af kostnaðinum þrátt fyrir þetta framlag. Í till. er lagt til, að það hækki úr 200 þús. kr. í 500 þús. kr. Meiri hlutinn lagði til, að það væri hækkað upp í 350 þús. kr.

Þá er næsta brtt., nýr liður, sem fjallar um að veita til byggingar kennaraskólans 500 þús. kr. Það er alkunnugt, að það er mikið átak, sem gert hefur verið í skólamálum okkar. Það hafa verið reistir héraðsskólar og barnaskólar, en ein stofnun hefur verið alveg útundan, og er það kennaraskólinn sjálfur. Eins og kunnugt er, var kennaraskólinn byggður rétt eftir síðustu aldamót og er því allt að hálfrar aldar gamall. Það var upphaflega gert ráð fyrir því, að nemendafjöldinn væri 50, og var hann þá gott skólahús. Hins vegar hefur starfsemi skólans færzt mjög í aukana á þessari hálfu öld, nemendum hefur fjölgað mjög, og kennslan er víðtækari en áður. Er nú svo komið, að kennsla mun ekki fara þar fram nema að litlu leyti; hún fer fram á 7–8 stöðum í bænum, og eru það leiguhús, sem engin vissa er fyrir um, hve lengi fást eða hvort þau fást næsta starfsár. Það virðist því vera óhjákvæmilegt að samþ. þessa till., að tekin verði upp 500 þús. kr. fjárveiting til byggingar nýs kennaraskólahúss. Það getur ekki gengið þannig lengur, að kennaraskólanum sé sýnd slík vanræksla.

Síðast er svo brtt. við 22. gr. Xll., þar sem gert er ráð fyrir, — þ.e.a.s. í Xll. lið sjálfum, — að ríkissjóður ábyrgist allt að 2 millj. kr. lán til hraðfrystihúsa, sem nú skortir mjög fé. Í n. var mál þetta rætt, og voru menn sammála um að hækka þessa upphæð og breyta orðalaginu þannig, að það nái líka til fiskimjölsverksmiðja. Það var enginn ágreiningur um þetta að öðru leyti en því, hvort hér ætti að vera um ábyrgð eða lán að ræða. Þannig gæti staðið á fyrir ýmsum frystihúsum, að þeim væri ekki nóg að fá ábyrgð, en ríkissjóður gæti veitt lán, og er því lagt til, að þetta sé þannig eins og það er orðað í till., sem er breyt. frá því, sem meiri hlutinn vildi, en það var aðeins ábyrgð. Enginn ágreiningur varð í n. um upphæðina. Álft ég, að hér sé um sæmilega úrbót fyrir þessa aðila að ræða.

Sé ég ekki ástæðu til að fara fleiri orðum um þessar brtt.