20.12.1951
Sameinað þing: 27. fundur, 71. löggjafarþing.
Sjá dálk 618 í B-deild Alþingistíðinda. (685)

1. mál, fjárlög fyrir árið 1952

Vilhjálmur Hjálmarsson:

Þar sem mér sýnist af skjölum, sem fyrir liggja í þessu máli, að bandalagið hafi ekki safnað meiru en um 40 þús. kr. til þessa máls, sem mun vera nokkuð innan við eina krónu á mann í umdæminu, sem að þessu máli stendur, þá virðist mér það ekki bera vott um þann áhuga, að það beri að leggja fram mikið fé úr ríkissjóði til þessa, — og segi ég því nei.

Brtt. 522,V felld með 27:12 atkv.

— 527 samþ. með 24:8 atkv.

— 520,XI samþ. með 30:8 atkv.

— 520,XII–XV samþ. með 28:3 atkv.

— 502,11–13 samþ. með 30 shlj. atkv.

— 502,14 samþ. með 26:15 atkv.

— 515,2 felld með 24:12 atkv.

— 502,15–17 samþ. með 38 shlj. atkv.

Áður en gengið væri til atkv. um brtt. 515,3 mælti