05.02.1953
Sameinað þing: 37. fundur, 72. löggjafarþing.
Sjá dálk 88 í D-deild Alþingistíðinda. (2475)

208. mál, hveraleir, hveragufa og hveravatn til lækninga

Frsm. (Jörundur Brynjólfsson):

Herra forseti. Ég þarf ekki að tala langt mál um þessa ályktun. Till. var að lokinni fyrri umr. vísað til hv. allshn., og n. mælir einhuga með, að hún verði samþ., og er þeirrar skoðunar, að hér geti verið um þýðingarmikið mál að ræða, ekki eingöngu fyrir okkur, heldur geti ef til vill menn af öðrum þjóðum notið góðs af. Þeir, sem rannsakað hafa þessar heitu lindir og jarðefni, telja, að í þeim muni felast mjög holl efni til lækninga. Ég vænti þess vegna, að hv. Alþ. fallist. á að samþ. þessa ályktun.