04.12.1952
Efri deild: 34. fundur, 72. löggjafarþing.
Sjá dálk 223 í B-deild Alþingistíðinda. (408)

17. mál, þingsköp Alþingis

Frsm. (Rannveig Þorsteinsdóttir):

Herra for seti. Frv. það, sem hér liggur fyrir, er borið fram sem staðfesting á brbl. og er hingað komið frá hv. Nd. En við 1. umr. málsins í þessari hv. d. hreyfði hæstv. forseti því, að rétt mundi vera, úr því að gerðar væru breytingar á þingsköpunum á annað borð, að gera um leið nokkrar fleiri breytingar, sem nánast væru lagfæringar til þess að samræma þingsköpin meira þeim starfsaðferðum, sem yfirleitt þykja hentugastar nú. Allshn. hefur tekið þessi tilmæli hæstv. forseta til athugunar og ber nú fram á þskj. 340 brtt. í þá átt, sem hann ræddi um, og hefur við undirbúning þeirra haft samráð við skrifstofu Alþingis um þær.

Ég vil þó geta þess, að eitt af þeim atriðum, sem hæstv. forseti nefndi hér við 1. umr. frv. að þyrfti að breyta, náði ekki samþykki í n., og kemur það því ekki fram hér sem brtt., og kem ég að því síðar. Þetta þskj., nr. 340, sýnist nú kannske við fyrstu sýn hafa inni að halda mjög miklar breytingar, en svo er nú ekki. Þetta eru nánast lagfæringar og margar breytingarnar, sem eru sams konar, þannig að það má segja t.d., að ein brtt., sem kemur sex sinnum fyrir, sé sú sama. Og mun ég þá aðeins rekja þessar till. örfáum orðum til þess að skýra þær, en þær eru ákaflega einfaldar.

Fyrsta brtt. er við 16. gr. laganna. Þar stendur í 5. málsgr.: „Hver fastanefnd þingsins kýs sér formann og fundaskrifara.“ Ætlazt er til skv. fyrstu till., að við bætist: „Heimilt er fastanefnd, ef henni þykir þess þörf, að kjósa sér varaformann.“

Það kemur náttúrlega oft fyrir, að formaður forfallast sökum veikinda eða annars, og þá hefur ævinlega á einhvern hátt verið komizt af, þannig að, að líkindum ritari hefur þá kallað saman fundi eða eitthvað því um líkt. En það þótti réttara að hafa það í þingsköpunum sjálfum, að heimilt væri að kjósa varaformann, en það er ekki ætlazt til þess nú, heldur eru embættismenn nefndanna aðeins formenn og fundaskrifarar.

Þar næst kemur breyting, sem er við 18. gr. Hún er um það, að í staðinn fyrir, að eigi má taka mál fyrir til nýrrar umr. fyrr, en a.m.k. tveim nóttum eftir að nál. hefur verið útbýtt, þá skuli nú aðeins líða ein nótt. Eins og kunnugt er, þá þarf iðulega og allt of oft á afbrigðum að halda vegna þess, hve þessir frestir eru langir, og þykir eðlilegt að stytta þá, og er sams konar breyting hér undir b-lið, e-lið, a, d-lið, e-lið, f-lið og g-lið. En þær eiga heima í 18., 19., 22., 23., 25. og 26. gr. Þessar breytingar sex eru allar um það að stytta frestinn úr tveimur nóttum í eina nótt, þar til mál megi koma fyrir. Enn fremur er hér undir c-lið breyting á 19. gr., en nú segir svo í þeirri gr.:

„Þau lagafrumvörp, er borin eru upp af þingmanna hálfu og útbýtt er fjórum vikum eftir þingsetningu, verða því aðeins tekin til meðferðar í d., að meiri hluti þm. í þeirri d., sem frv. er borið fram í, samþykki það.“

M.ö.o.: Eftir að fjórar vikur eru liðnar af þingi, hefur þurft leyfi deildarinnar til þess, að málið megi koma fyrir. Þessar fjórar vikur eru vafalaust miðaðar við miklu skemmri þingtíma heldur en við eigum nú að venjast, og því er lagt til, að í staðinn fyrir fjórar vikur þarna komi átta vikur. M.ö.o., það þarf leyfi eftir að liðnir eru tveir mánuðir af þingtímanum eða um það bil.

Þá kemur hér breyt. við sömu gr. undir 1, c. e. á þskj. 340. Það er lítil lagfæring. Það stendur í þingsköpunum um þetta sama samþykki, hvenær mál megi koma fyrir, og svo kemur:

„Eigi þarf þó að leita þessa samþykkis, þegar um er að ræða frv. til l. um breyt. á stjórnarskránni eða um breyt. á þingsköpum Alþingis, og ekki heldur um frumvörp, sem n. flytur óskipt eða flutt eru að beiðni einhvers ráðh.“

Það er lagt til, að orðið „óskipt“ falli niður og hér eftir standi bara: „og ekki heldur um frumvörp, sem nefnd flytur.“ Það má ganga út frá því, að n. sé þá óskipt.

Þá kem ég hér að 29. gr. þingskapa. Þar er nokkur breyting. Þar segir í 2. málsgr.:

„Ef ein umr. er ákveðin, skal henni og atkvgr. hagað eftir fyrirmælum um 2. umr. lagafrumvarpa, og sama er um fyrri umr., ef tvær eru. En síðari umr. fer fram eins og 3. umr. um lagafrumvörp.“

Lagt er til, að þetta breytist þannig:

„Ef ein umr. er ákveðin, skal henni og atkvgr. hagað eftir fyrirmælum um 2. umr. lagafrumvarpa. Fyrri umr., ef tvær eru, fer fram eins og 1. umr. lagafrumvarpa, en síðari umr. á sama hátt og 2. umr.

Þetta er um þáltill., og mundi, ef þessi breyt. yrði samþ., ekki koma til þess, að við fyrri umr. þyrfti að samþ. tillögugrein, sem menn gjarnan vilja vísa til n., en eru þó ekki vissir um, hvort þeir vilja samþ. í því formi, sem er. Nú er sú regla skv. þessari 29. gr. þingskapa, 2. málsgr., að það er greitt atkv. um þáltill. áður en hún fer til n. við fyrri umr.

Þá er hér næst breyt. við 30. gr., sem hljóðar svo, með leyfi hæstv. forseta:

„Ávarp má hvor þd. fyrir sig senda konungi, og skal fara með það sem þáltill., að því fráskildu, að ávarp verður ekki sent frá einni d. til annarrar.“

Það er lagt til, að þessi grein falli niður, og er augljóst, að þetta er orðið úrelt.

32. gr. þingskapa er um brtt., og þriðja og síðasta málsgr. 32. gr. er um brtt. um atriði, sem búið er að fella í d., og segir, að eigi megi bera það atriði upp aftur í sömu d. á sama þingi. Svo segir í síðasta málsl. þessarar málsgr., með leyfi hæstv. forseta: „Forseti úrskurðar, hvort það er sama atriði, sem liggur fyrir, og atriði, er áður hefur verið fellt í sömu þd., og er þm. skylt að hlíta þeim úrskurði.“ Hér er lagt til, að við bætist: „Þegar lagafrv. koma í Sþ. frá annarri hvorri þd., má þó eigi gera brtt. um önnur atriði en þau, er sú d., er síðast hafði frv. til meðferðar, breytti við þá umr. Forseti Sþ. sker til fullnustu úr ágreiningi í þessu efni.“ Ég hygg, þó að mér sé nú ekki fullkunnugt um það, að þetta muni hafa verið framkvæmt á þennan veg og þótt eðlilegt, en nú er ætlazt til að fella það hér inn í þingsköpin.

Þá kemur næst lítil lagfæring við 35. gr. þingskapanna. Þar segir í 2. málsgr., með leyfi hæstv. forseta: „Ráðh. mega tala svo oft sem þeim þykir þurfa.“ En svo er vísað hér til næstu málsgr. á eftir, sem er um útvarp, því að þar er það bundið, hversu oft ráðh. mega tala, og einnig til 36. gr., þar sem talað er um, í hvaða röð forseti gefi þm. orðið. Það er með öðrum orðum bara vísað til þessara greina eins og hv. þdm. sjá.

Þá er við 42. gr. aðeins lagfæring. Þar segir, með leyfi hæstv. forseta: „Heimilt er þm. að krefjast þess, að gengið sé til atkv. um eitthvert þingmál umræðulaust, en það skal því aðeins gert“, segir í gr., „ef 2/3 fundarmanna eru því samþykkir.“ Það er lagt til, að þetta verði lagfært þannig, að það standi: „að fundarmanna séu því samþykkir.“

Þá er 43. gr. Þar er gert ráð fyrir samkv. þingsköpunum, eins og þau eru nú, að forseti ákveði fyrir lok hvers fundar dagskrá fyrir næsta fund. Nú hefur þessu verið breytt þannig í framkvæmdinni, að það hefur ekki verið hægt að ákveða það á fundinum, heldur sagt, að fundurinn verði boðaður með dagskrá, og þm. fá svo dagskrána senda, þannig að þeir vita það fyrir fram, hvað er á dagskrá fundarins. Ætlazt er til, að greininni verði breytt þannig, að í staðinn fyrir það, sem nú stendur: „Forseti d. ákveður fyrir lok hvers fundar dagskrá fyrir næsta fund hennar“ — þá komi: „Forseti ákveður dagskrá hvers fundar.“ Svo kemur áframhaldið, það er í samræmi við það, sem er í greininni nú, að öðru leyti heldur en því, að ætlazt er til, að sama regla gildi í Sþ. og nú gildir samkv. þingsköpunum í deildum. Greinin hljóðar þannig, með leyfi hæstv. forseta: „Forseti d. ákveður fyrir lok hvers fundar dagskrá fyrir næsta fund hennar, eftir því sem við verður komið.“ Svo segir: „Þó má ákveða hana“, þ.e. dagskrána, „eftir ályktun d., er 3 þm. í Ed. og 6 í Nd. krefjast þess skriflega og gera till. um ákveðna dagskrá.“ Þetta er ætlazt til að standi áfram, en við bætist: „Sama regla gildir um ákvörðun dagskrár næsta fundar í Sþ., er 9 þm. krefjast þess.“ Það er m.ö.o. gengið út frá sama hlutfalli. — Þá er aðeins lagfæring á sömu grein, þar sem stendur nú, með leyfi hæstv. forseta: „Ef þá er farið fram á“, þ.e., að mál sé látíð ganga út af dagskránni, en í staðinn fyrir það komi: „Ef farið er fram á.“ Það er bara örlítil lagfæring á orðaskipun.

Þá kemur hér það atriði, sem hæstv. forseti hafði stungið upp á, að gerð yrði breyt. á, og kemur fyrir tvívegis í lögunum og allshn. gat ekki nema að nokkru leyti samþ. Það stendur hér, með leyfi hæstv. forseta, síðast í 43. gr.: „Mál, sem eigi er á dagskrá, verður því aðeins tekið fyrir, að til þess fáist samþykki 3/4 þeirra, sem á fundi eru, og leyfi ráðh., sbr. 64. gr.“ 64. gr. er um afbrigði frá þingsköpum. Hæstv. forseti hafði lagt það til hér við 1. umr., að þessum aukna meiri hl., sem hér er gert ráð fyrir, 3/4 þdm., skyldi verða breytt í einfaldan meiri hl. Á þetta gat n. ekki fallizt, vegna þess að þegar væru styttir allir frestir, svo sem hér væri gert, þá væri eiginlega eðlilegra, að það væru færri menn, sem gætu frestað því, að mál væru tekin fyrir, heldur en eins og var áður. Og varð það að samkomulagi innan n. að leggja ekki til, að þessi breyt. yrði gerð, en að önnur breyt. yrði gerð, þ.e., að orðin „leyfi ráðh.“, nefnilega að biðja um leyfi ráðh., falli niður. Og það er nú gert af nokkurri nauðsyn hér í þessari hv. d., því þó að oft sitji hér ráðh. á fundum d., þá er það náttúrlega iðulega, sem þeir eru ekki við.

Svo kemur í 44. gr. aðeins lagfæring. Þar er talað um, að hvorug þd. megi gera nokkra ályktun, nema meira en helmingur þm. sé á fundi, en þar komi í staðinn: þdm.

Í 44. gr. eru ákvæði, sem skýra sig nú bezt, ef ég bara les þau, um það, að þm. skuli leiða rök að því, hvers vegna hann greiði ekki atkv. við nafnakall. Og ég ætla að leyfa mér að lesa þessar tvær málsgr., 4. og 5. málsgr. 44. gr., sem n. leggur til að falli niður. Þær hljóða svo, með leyfi hæstv. forseta: „Nú er haft nafnakall við atkvgr. og þm. greiðir eigi atkv., og skal hann þá leiða rök að því. — Forseti sker úr, hvort þau rök skuli gild talin, en þm. sá, sem hlut á að máli, getur skotið þeim úrskurði undir atkv. deildarinnar eða þingsins.“ Þetta hefur ekki verið framkvæmt, a.m.k. ekki á síðustu árum og að ég ætla ekki um nokkuð langan tíma, og það er lagt til, að þetta ákvæði verði fellt niður.

Þá kemur við 63. gr. þingskapanna eðlileg leiðrétting, þar sem segir: „Ef þm. talar óvirðulega um konunginn“ — en þar komi: „Ef þm. talar óvirðulega um forseta Íslands.“

Og að lokum kemur sams konar breyt. og ég ræddi áðan í sambandi við 43. gr., en það er við 64. gr., þ.e. um afbrigði frá þingsköpunum. Þar stendur nú, í 64. gr., með leyfi hæstv. forseta: „Eftir uppástungu forseta eða skriflegri uppástungu frá 3 þm. í Ed., 6 þm. í Nd. og 9 í Sþ. má bregða út af þingsköpum þessum, ef ráðh. leyfir og 3/4 hlutar þeirra þm., er um það greiða atkv., samþ.N. leggur til, að orðin „ráðh. leyfir og“ falli niður, en að áfram sé haldið þeim aukna meiri hl., sem gert er ráð fyrir í þessari grein.

Ég veit ekki, hvort ég hef útskýrt þessar breyt. þannig, að menn skilji, ef þeir hafa ekki þingsköpin, en þær liggja mjög ljóst fyrir, ef menn hafa þingsköpin fyrir framan sig.