02.03.1954
Efri deild: 55. fundur, 73. löggjafarþing.
Sjá dálk 1120 í B-deild Alþingistíðinda. (1040)

12. mál, áfengislög

Forseti (GíslJ):

Út af ummælum hv. 1. þm. Eyf. í sambandi við úrskurð minn um 1. brtt. á þskj. 412 vil ég aðeins segja þetta:

Það er á misskilningi byggt hjá hv. þm., að búið hafi verið að fella í þessari d., að áfengismagn mætti ekki vera nema 21/4%. Það var miklu frekar samþ., að það ætti að vera allmiklu hærra, og um þetta atriði hefur engin brtt. verið felld.

Ég vil enn fremur leyfa mér að geta þess, að við atkvgr. við 2. umr. var 10. gr. borin upp í tvennu lagi, eins og hv. þm. minntist á. 1. málsgr. var samþ. með 10:1 atkv., en 2.–4. málsgr. voru samþ. með 8:6 atkv. Það er því ekkert því til fyrirstöðu, að bornar séu fram á þessu stigi málsins brtt. við 10. gr., jafnvel um að fella gr. niður, og það er fullkomlega í samræmi við það, sem ég úrskurðaði um till. hv. 4. þm. Reykv. — Þetta vildi ég láta koma fram að gefnu tilefni.