08.04.1954
Efri deild: 80. fundur, 73. löggjafarþing.
Sjá dálk 1510 í B-deild Alþingistíðinda. (1852)

79. mál, skipun læknishéraða

Frsm. (Ingólfur Flygenring):

Herra forseti. Ég var búinn að lýsa þessu frv. við 2. umr. og hef ekki neinu við það að bæta, en síðan hefur komið fram lítil brtt. og er um það, að í stað þess, að „lög þessi öðlast þegar gildi“ kemur: lög þessi öðlast gildi 1. jan. 1955. — Í öðru lagi er hér bráðabirgðaákvæði, sem ekki var í frv.: „Ríkisstjórninni er heimilt að greiða á yfirstandandi ári læknislaun vegna veittrar læknisþjónustu í Höfðakaupstað, þó ekki yfir eins árs læknislaun samkv. launalögum.“ — Því var lýst, þegar frv. var til 2. umr., að héraðsbúar hefðu þegar í fyrra ráðið til sín lækni og kostað hann. Hann var það ár, a. m. k. hálft árið í fyrra, og þess vegna er þetta bráðabirgðaákvæði sett inn, að það virðist vera sanngirnismál.