05.11.1953
Efri deild: 15. fundur, 73. löggjafarþing.
Sjá dálk 156 í B-deild Alþingistíðinda. (264)

5. mál, stimpilgjald

Fjmrh. (Eysteinn Jónsson):

Vátryggingarfélög hér á landi hafa tekið upp þá viðskiptagrein að tryggja ábyrgðir, taka svo nefndar ábyrgðartryggingar. Þegar farið var að athuga stimpillögin, kom í ljós, að engin ákvæði voru til í lögunum um það, hvernig stimpla skyldi skírteini fyrir slíkum tryggingum. Var þá til þess ráðs gripið að gefa út um það brbl., og eru þau hér nú lögð fyrir til staðfestingar. — Ég vil leyfa mér að óska eftir því, að málinu verði vísað til hv. fjhn. d. að lokinni þessari 1. umr.