18.02.1954
Neðri deild: 49. fundur, 73. löggjafarþing.
Sjá dálk 618 í C-deild Alþingistíðinda. (2751)

142. mál, jarðræktarlög

Ásgeir Bjarnason:

Herra forseti. Ég sný ekki til baka með það, að þau ákvæði eru enn þá í gildi og voru framlengd nú fyrir tveimur árum, að það skuli greiða 400–500 kr. í grunnstyrk á hektara til ræktunar gömlum túnum, bæði túnþýfis og gamalla túnasléttna, sem ekki voru lengur neinar sléttur, heldur orðnar að túnþýfi, þótt þær hefðu verið sléttaðar fyrir mörgum áratugum. Ég geri ráð fyrir, að þeir bændur, sem hafa góð tún í fullri rækt og þau véltæk, fari ekki að leggja í neinn tilkostnað við þau, þar sem vafalaust er alls staðar þannig háttað, að það vantar meira ræktað land, svo að ég álít, að ég hafi algerlega farið með rétt mál, og hygg, að till. hv. 8. landsk. sé að því leyti til óþörf.